Ađalval 
    Forsíđa
 Hvađ er ađ gerast?
 Um Fjörđunga
 Hvar erum viđ
 Hafiđ samband
 Umsýsla
 Upplýsingar 
    Hvađ er í bođi?
 Hvađ er innifaliđ?
 Útbúnađur
 Fólkiđ 
   Fjörđungar
Fararstjórar
Leiđsögumenn
Hestastrákar
Afturgöngur
Bílstjórar
 Heimsóknir á síđuna 
  Núna: 2
  Í dag: 52
  Í allt: 555471

LeiĂ°arlĂ˝sing - 2. dagur. Ţönglabakki-Keflavík


Horft af Ţorgeirshöfđa

Horft af Ţorgeirshöfđa

Ef veđur er bjart og vaknađ snemma er kjöriđ ađ byrja morguninn međ ţví ađ ganga á Ţorgeirshöfđa - hafi ţađ ekki veriđ gert daginn áđur.
Fyrsti hluti leiđarinnar liggur vestur eftir sjávarkambinum ţar sem sjá má hluta af flaki rússnesks flutningaskips sem strandađi á Botnsfjöru á 5. áratugnum. Rétt er ađ koma viđ á bćjarrústum ađ Botni. Ţar er haglega hlađinn brunnur í hlađvarpanum, gerđur međ nokkurrri vissu fyrir aldamót 1900.
Upp Botnsfjalliđ eru aflíđandi brekkur og eftir ţađ eru greiđar götur um mela og móa. Leiđin liggur utan í allstórum mel sem heitir Hákarlaţúfa. Fögrudalir heita grónir bollar sem fariđ er um áđur en kemur ađ Mígindiskambi, löngum melhrygg sem liggur ţvert á leiđina. Uppi á honum rennur Mígindislćkur og hverfur fram af bakkanum niđur í Kúluvíkur. Ef litiđ er til baka af Mígindiskambi blasir Hákarlaţúfan viđ. Nafn sitt hefur hún vafalítiđ hlotiđ frá eyfirskum sjómönnum sem hafa átt miđ ţar sem Hákarlaţúfan kom undan Blćjukambinum. Hann er ekki langt ţar vestan viđ Mígindiskambinn og er hćrri og brattari. Milli kambanna heitir Rjúpnabolli og nćr upp í Háuţóru.
Gatan yfir Blćjukamb liggur skammt frá brún Blćjubjargs. Framan í ţví er Sperrugjá eins og stórt V en hún sést ekki frá brúninni. Hins vegar má međ ţví ađ fara nokkra metra fram fyrir götuna, ţar sem heitir Arnarnöf, og sjá fallegt hengiflug ef menn kćra sig um. Af Blćjukambi er útsýn góđ. Í austri sést Melrakkaslétta, í norđri Grímsey. Hnjáfjalliđ vestan viđ Blćjudalinn, eđa Blćjuna lokar útsýninu til vesturs. Ekki er auđséđ héđan hvar fariđ er yfir Hnjáfjalliđ en greina má götuna í góđum sjónauka. Niđur Blćjukambinn liggur gatan um bratta, stórgrýtta brekku. Eftir miđjum dal ofanverđum er brattur melhryggur. Vestan hans er Blćjuá sem kemur úr Blćjuvatni, spöl innar í dalnum. Nćgur tími er á ţessari dagleiđ til ađ taka á sig krók upp ađ vatninu, sem er ómaksins vert, ef veđur er bjart. Fjalliđ fyrir dalbotni er Lágaţóra.
Brekkan upp Hnjáfjalliđ er brött en greiđfćr ţegar búiđ er ađ finna götuna. Ţegar upp kemur er fariđ um brattar skriđur ofan viđ Katla sem eru allhrikaleg giljadrög ţar norđan í fjallinu. Ţar eru bćđi Efri-Ketill og Neđri-Ketill. Í Kötlunum eru landamörk jarđanna Botns og Keflavíkur. Ţar beint neđan viđ er vík sem heitir Ţrćtuvík og bendir til ţess ađ ekki hafi alltaf veriđ eining um landamörk.
Ofan viđ Katlana fer ađ halla undan fćti aftur. Á vesturbrún Hnjáfjallsins stendur Messuklettur eins og predikunarstóll yfir Keflavíkurdalnum. Ţađan sést yfir á Gjögurtá ţar sem er viti. Ofan viđ hann rís Gjögurinn, eđa Gjögurfjalliđ eins og fariđ er ađ kalla hann, og nćr allt inn ađ Uxaskarđi sem sést vel eins og vik í fjallgarđinn. Brekkan niđur frá Messuklettinum heitir Sprengibrekka. Í efsta hluta hennar getur veriđ erfitt ađ finna góđa fótfestu ef leirinn er ţurr og harđur. Annars liggur gatan á ská suđur og niđur hlíđina allt niđur undir jafnsléttu. Hćgt er ađ stytta sér leiđ međ ţví ađ fara út af götunni ţegar komiđ er niđur fyrir mesta brattann.
Keflavíkuráin er nokkuđ vatnsmikil og er illvćđ niđri viđ ósinn. En ţarna er yfirleitt nógur reki og venjan er ađ ţeir sem fyrstir eru á ferđinni á sumrin búi til göngubrú ţar yfir úr góđu rekatré. Sé brúin ekki komin er betra ađ finna sér álitlegt vađ ofar í dalnum. Úti viđ sjó rétt viđ ána stendur skipbrotsmannaskýli skammt frá rústum bćjarins, sem ţar stóđ viđ samnefnda vík, og var í byggđ til ársins 1905. Skýli ţetta byggđu slysavanarfélagskonur á Akureyri áriđ 1951. Ţar er góđur áningarstađur, húsaskjól og snyrtiađstađa međ vatnssalerni.
Austan viđ Keflavíkurá er Trjávík. Rétt austan viđ ána stendur mikilfenglegur klettadrangur í fjöruborđinu. Hann á sér ekkert nafn frá dögum byggđar í Keflavík ţar sem ţá var hann enn hluti af bakkanum og ekki kominn í ljós. Fyrir fáum árum var honum gefiđ nafniđ Pétur, sem hćfir honum vel, ţar sem nafniđ merkir klettur.
Milli Keflavíkurár og Gjögurtáar eru víkur sem heita Básar. Gjögurtá er trúlega sama nesiđ og í Landnámu heitir Reynisnes. Ţar voru austurmörk landnáms Helga magra. Beint upp af vitanum er Gjögurskál ofan viđ klettastall sem heitir Prestastóll, öđru nafni Prestakolla eđa Gjögrakolla framan í Gjögurfjalli. Gjögravogur gengur inn međ Gjögurtá ađ vestan niđur undan Prestastól. Af ţessari upptalningu má sjá ađ nokkuđ er á reiki hvort örnefni tengd Gjögri eru höfđ í eintölu eđa fleirtölu. Menn tala jöfnum höndum um Gjögurfjall og Gjögrafjall, Gjögurskál og Gjögraskál.
Frá Keflavík er góđ kvöldganga upp í Gjögurskál. Fariđ er beint í vestur frá skýlinu og ţá má finna allgóđa kindagötu sem liggur skáhallt upp snarbratta brekku upp í skálina. Skálin sjálf er allstór en á vesturbarmi hennar er landslag hrikalegt, lóđrétt standberg niđur í Gjögravoginn ţar sem stendur stór klettur, Kerling ađ nafni. Sú var tíđ ađ gat var í gegnum Kerlinguna en rétt fyrir aldamótin brotnađi ofan af henni svo hún er gatlaus orđin. Undanfarin ár hefur orđiđ mikiđ jarđrask í Gjögurskálinni og stórar fyllur úr henni hruniđ niđur í Básana. Ađ sitja í Gjögurskálinni í kyrru veđri ţegar kvöldsólin er ađ setjast er einstakt.

Prentvćn útgáfa

 Um svćđiđ 
    Grenivík
 Fyrirtćki og stofnanir
 Eyđibyggđin
 Leiđarlýsing
 Lesefni
 Afţreying og ţjónusta 
    Veitingar
 Verslun
 Ýmis tengsl
 Myndir 
   Myndir 2011
Myndir 2013
Myndir 2004
Myndir 2005
Myndir 2006
Myndir 2007
Myndir 2008
Myndir 2009
Myndir 2010
ágúst 2018  september 2018  október 2018
SMŢMFFL
      1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30